Hoppa beint í efnið

Boðum fagnaðarboðskapinn

Mót Votta Jehóva 2024

Aðgangur ókeypis Engin fjársöfnun

Dæmi um dagskrárefni:

Föstudagur: Farið verður yfir rökin fyrir því að frásagan af lífi og starfi Jesú í guðspjöllunum sé nákvæm frásögn af lífi hans. Kynntu þér hvernig þú getur haft gagn af þessum frásögum Biblíunnar núna.

Laugardagur: Hverju var spáð fyrir um fæðingu Jesú og barnæsku hans? Rættust þessir spádómar?

Sunnudagur: Hvers vegna hafa milljónir manna ástæðu til að finna til öryggis þrátt fyrir sífellt versnandi aðstæður í heiminum? Því er svarað í biblíutengdri ræðu sem heitir „Hvers vegna óttumst við ekki slæmar fréttir?“

Kvikmynd

Frásagan af lífi og starfi Jesú: 1. þáttur

Hið sanna ljós heimsins

Fæðing Jesú, sem kom til fyrir kraftaverk, var aðeins fyrsti eftirtektarverði atburðurinn af mörgum í barnæsku hans. Foreldrar hans flúðu með hann til Egyptalands undan konungi sem ætlaði að drepa hann. Seinna gerði hann nokkra æðstu kennara samtímans furðu lostna. Sjáðu þessa atburði og fleiri í fyrsta þættinum sem verður sýndur í tveim hlutum – á föstudeginum og á laugardeginum.

Horfðu á eftirfarandi myndbönd um mótið á þessu ári

Hvernig fara mótin okkar fram?

Sjáðu hvernig mót Votta Jehóva eru.

Mót Votta Jehóva 2024: Boðum fagnaðarboðskapinn

Sýnishorn af mótinu í ár.

Sýnishorn úr kvikmyndinni: Frásagan af lífi og starfi Jesú

Margir þekkja söguna af fæðingu Jesú, sem kom til fyrir kraftaverk. En hvað gerðist í aðdraganda hennar og í kjölfarið?