Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Ratvísi lappajaðrakansins

Ratvísi lappajaðrakansins

FARFLUG lappajaðrakansins er með því merkilegasta sem við þekkjum. Hann flýgur 11.000 kílómetra leið og getur verið rúmlega átta daga á leiðinni.

Hugleiddu þetta: Vísindamenn telja að sumar fuglategundir noti segulsvið jarðar til að rata, rétt eins og þeir hefðu innbyggðan áttavita í heilanum. Hugsanlegt er að jaðrakaninn noti að auki sól og stjörnur til að rata eftir. Svo virðist sem fuglinn finni einnig á sér ef vindar eru í aðsigi sem gætu gefið honum meðbyr. En sérfræðingar undra sig á því hvernig lappajaðrakaninn ráði við þetta ótrúlega ferðalag. „Ég hef rannsakað þá í 20 ár,“ segir líffræðingurinn Bob Gill „og er enn jafn gáttaður á þeim.“

Hvað heldurðu? Þróaðist ratvísi lappajaðrakansins? Eða býr hönnun að baki?