Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Úr ýmsum áttum

Úr ýmsum áttum

Heimurinn

Til að útrýma hungri þarf meira til en að framleiða næg matvæli. Talið er að bændur framleiði nógu mikinn mat til að brauðfæða 12 milljarða manna, en það er 5 milljörðum fleiri en íbúar jarðar eru að svo stöddu. Vandamálið liggur aðallega í gölluðu efnahagskerfi, ójafnri dreifingu matvæla og sóun.

Bretland og Bandaríkin

Könnun var gerð meðal fólks í viðskiptaheiminum. Næstum því fjórðungur (24 prósent) aðspurðra taldi að „til að geta náð árangri í starfi gæti verið nauðsynlegt að gera eitthvað siðferðilega rangt eða ólöglegt“. Sextán prósent sögðust myndu fremja glæp „ef hægt væri að komast upp með það“.

Argentína

Þrír af hverjum fimm kennurum í Argentínu biðja um frí frá vinnu vegna álags eða ofbeldis á vinnustaðnum.

Suður-Kórea

Í Suður-Kóreu er algengt að fólk búi eitt. Það verður bráðum algengasta fjölskyldugerðin þar í landi.

Kína

Talið er að tveir þriðju af borgum Kína eigi ekki eftir að uppfylla kröfur um loftgæði sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka skulu gildi árið 2016. Auk þess er grunnvatnið á flestum stöðum ekki betra en svo að það fær gæðastimpilinn „slæmt eða afar slæmt“.