Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI

Sjúkdómar – hvernig má draga úr smithættu?

Sjúkdómar – hvernig má draga úr smithættu?

Dag hvern berst líkami okkar við ósýnilegan her sem getur reynst okkur lífshættulegur. Innrásarlið í formi baktería, vírusa og sníkjudýra ógnar heilsu okkar. * Við verðum þó sjaldnast vör við þessi átök vegna þess að ónæmiskerfið hrekur óvinina burt eða eyðir þeim áður en við fáum nokkur sjúkdómseinkenni. Stundum ná skaðlegar örverur þó yfirhöndinni og við veikjumst. Þá getum við þurft að styrkja varnir líkamans með lyfjum eða öðrum meðferðum.

Um þúsundir ára vissu menn lítið sem ekkert um hættur af völdum smásærra lífvera eins og örvera. En þegar vísindamenn uppgötvuðu tengsl sýkla og sjúkdóma á 19. öld urðum við betur í stakk búin til að verja okkur gegn þeim. Síðan þá hafa læknavísindin ýmist útrýmt eða dregið stórlega úr ógninni sem stafar af smitsjúkdómum, þar á meðal bólusótt og lömunarveiki. Nýlega hafa þó aðrir smitsjúkdómar, eins og gulusótt og beinbrunasótt, rutt sér til rúms á ný. Hvers vegna?

  • Á hverju ári ferðast milljónir manna um heiminn og geta borið með sér sýkla sem valda sjúkdómum. Að sögn greinar í tímaritinu Clinical Infectious Diseases geta þeir sem ferðast á milli landa flutt með sér „nánast hvaða skæða smitsjúkdóm sem er“.

  • Sumar bakteríur hafa myndað ónæmi fyrir sýklalyfjum. „Ef fram heldur sem horfir munu sýklalyf ekki lengur virka á algenga smitsjúkdóma ... og þeir geta aftur orðið lífshættulegir,“ segir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin.

  • Þjóðfélagsólga og fátækt koma oft í veg fyrir að yfirvöld nái að hefta útbreiðslu sjúkdóma.

  • Margir vita ekki hvernig þeir eiga að koma í veg fyrir að smitast.

Þrátt fyrir þessa óheillavænlegu stöðu geturðu gert margt til að verja þig og fjölskyldu þína. Eins og sjá má af eftirfarandi greinum er hægt, jafnvel í þróunarlöndum, að grípa til áhrifaríkra aðgerða sem eru einfaldar og á flestra færi.

^ gr. 3 Fæstar örverur valda sjúkdómum. Í þessum greinum er athyglinni beint að örverum og öðrum smitberum sem geta ógnað heilsu okkar.