Hoppa beint í efnið

Hver er tilgangur lífsins?

Hver er tilgangur lífsins?

Svar Biblíunnar

 Það er hægt að spyrja hver tilgangur lífsins sé á marga vegu, eins og „hvers vegna erum við hér?“ og „hefur líf mitt einhvern tilgang?“ Biblían sýnir að tilgangur okkar í lífinu er að kynnast Guði og verða vinir hans. Lítum á nokkur grundvallaratriði varðandi þetta sem koma fram í Biblíunni.

  •   Guð er skapari okkar. Biblían segir: „Drottinn er Guð, hann hefur skapað oss.“ – Sálmur 100:3; Opinberunarbókin 4:11.

  •   Guð hefur skapað allt í ákveðnum tilgangi, þar á meðal okkur. – Jesaja 45:18.

  •   Guð áskapaði okkur andlega þörf sem felur í sér löngun til að öðlast tilgang í lífinu. ( Matteus 4:4) Hann vill að við svölum þessari löngun. – Sálmur 145:16.

  •   Við svölum andlegri þörf okkar með því að styrkja samband okkar við Guð. Þótt sumum finnist fjarstæðukennt að geta verið vinir Guðs, þá fáum við þessa hvatningu í Biblíunni: „Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ – Jakobsbréfið 4:8; 2:23.

  •   Til að geta orðið vinir Guðs verðum við að lifa í samræmi við fyrirætlun hans með okkur. Þessi fyrirætlun er nefnd í Biblíunni í Prédikaranum 12:13: „Við skulum hlýða á niðurstöðu þessa alls: Óttastu Guð og haltu boðorð hans því að það á hver maður að gera.“

  •   Í framtíðinni getum við kynnst af eigin raun upphaflegum tilgangi Guðs með mennina. Þá afmáir hann þjáningar og veitir þeim sem tilbiðja hann, vinum sínum, eilíft líf. – Sálmur 37:10, 11.