Hoppa beint í efnið

Reyna vottar Jehóva að ávinna sér hjálpræði með því að ganga í hús?

Reyna vottar Jehóva að ávinna sér hjálpræði með því að ganga í hús?

 Nei. Við göngum vissulega í hús að staðaldri en við álítum ekki að við ávinnum okkur hjálpræði með því. (Efesusbréfið 2:8) Hvers vegna ekki?

 Bregðum upp samlíkingu: Hugsaðu þér góðmenni sem lofar að gefa öllum verðmæta gjöf ef þeir mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma. Myndirðu ekki mæta á réttum tíma ef þú tryðir manninum á annað borð? Eflaust. Og þú myndir trúlega segja vinum og ættingjum frá þessu sérstaka tækifæri til að þeir gætu nýtt sér það líka. En þú myndir samt ekki ávinna þér gjöfina með því að fylgja tilmælum mannsins. Gjöfin er eftir sem áður gjöf.

 Vottar Jehóva trúa að Guð gefi öllum sem hlýða honum eilíft líf eins og hann hefur lofað. (Rómverjabréfið 6:23) Við reynum að segja öðrum frá trú okkar í þeirri von að þeir njóti líka góðs af loforðum Guðs. Við trúum hins vegar ekki að við ávinnum okkur líf með því að boða trúna. (Rómverjabréfið 1:17; 3:28) Enginn maður getur áunnið sér þessa stórfenglegu gjöf Guðs, sama hvað hann leggur á sig. Guð frelsar okkur „ekki vegna réttlætisverkanna“ sem við vinnum heldur „af miskunn sinni“. – Títusarbréfið 3:5.