Orðskviðirnir 22:1–29

  • Gott mannorð betra en mikill auður (1)

  • Að fræða barn gagnast því alla ævi (6)

  • Letinginn óttast ljónið úti (13)

  • Agi rekur burt fíflsku (15)

  • Fær verkamaður þjónar konungum (29)

22  Gott mannorð* er dýrmætara en mikill auður,að njóta virðingar* er betra en silfur og gull.   Ríkur maður og fátækur eiga þetta sameiginlegt:* Jehóva skapaði þá báða.   Hinn skynsami sér hættuna og felur sigen hinir óreyndu ana áfram og fá að kenna á því.   Auðmýkt og ótti við Jehóvaleiðir af sér auð, heiður og líf.   Þyrnar og gildrur eru á götu hins óheiðarlegaen sá sem er annt um líf sitt heldur sig langt frá þeim.   Fræddu barnið* um veginn sem það á að gangaog það mun ekki yfirgefa hann á efri árum.   Hinn ríki drottnar yfir fátækumog lántakandinn er þræll lánveitandans.   Sá sem sáir ranglæti uppsker ógæfuog reiðivöndur hans brotnar.   Hinn örláti* hlýtur blessunþví að hann gefur hinum fátæka af mat sínum. 10  Rektu burt hinn háðgjarnaog deilan hverfur. Þrætur* og svívirðingar stöðvast. 11  Sá sem lætur sér annt um hreint hjarta og er vingjarnlegur í taliverður vinur konungs. 12  Augu Jehóva varðveita þekkinguen hann kollvarpar orðum svikarans. 13  Letinginn segir: „Það er ljón úti! Ég verð drepinn á miðju torginu!“ 14  Munnur siðspilltra* kvenna er djúp gryfja,sá sem Jehóva fordæmir fellur í hana. 15  Fíflskan situr föst í hjarta barnsins*en agi og festa* rekur hana burt þaðan. 16  Sá sem prettar hinn fátæka í hagnaðarskyniog sá sem gefur ríkum manni gjafirverður fátækur að lokum. 17  Hlustaðu á orð hinna vitru og ljáðu þeim eyrasvo að kennsla mín nái til hjartans. 18  Það gerir þér gott að geyma þau í brjósti þér,þá verða þau stöðugt á vörum þínum. 19  Ég fræði þig í dagsvo að þú getir treyst Jehóva. 20  Hef ég ekki þegar skrifað þérog miðlað þekkingu og ráðum 21  til að kenna þér sönn og áreiðanleg orðsvo að þú getir flutt þeim sannleiksorð sem sendi þig? 22  Rændu ekki fátækan mann af því að hann er fátækurog kúgaðu ekki hinn bágstadda í borgarhliðinu 23  því að Jehóva mun sjálfur flytja mál þeirraog ræna þá lífinu sem ræna þá. 24  Eigðu ekki félagsskap við skapbráðan mannog haltu þig fjarri þeim sem er fljótur að reiðast 25  svo að þú farir ekki að haga þér eins og hannog leggir fyrir þig snöru. 26  Vertu ekki einn af þeim sem skuldbinda sig með handsali,þeim sem ábyrgjast lán. 27  Ef þú átt ekkert til að borga meðverður rúmið tekið undan þér. 28  Færðu ekki úr stað hin fornu landamerkisem forfeður þínir hafa komið fyrir. 29  Hefurðu séð mann sem er fær í verki sínu? Hann mun þjóna konungumen ekki almúgamönnum.

Neðanmáls

Orðrétt „Nafn“.
Orðrétt „velþóknunar“.
Orðrétt „mætast“.
Eða „drenginn; hinn unga“.
Orðrétt „Sá sem hefur góðgjarnt auga“.
Eða „Málaferli“.
Orðrétt „framandi“. Sjá Okv 2:16.
Eða „drengsins; hins unga“.
Orðrétt „vöndur agans“.