Orðskviðirnir 25:1–28

  • Trúnaðarmál (9)

  • Vel valin orð (11)

  • Vertu ekki uppáþrengjandi (17)

  • Að hlaða kolum á höfuð óvinar (21, 22)

  • Góð frétt er eins og kalt vatn (25)

25  Þetta eru líka orðskviðir Salómons sem menn Hiskía Júdakonungs söfnuðu og afrituðu:   Það er Guði til dýrðar að hann fer leynt með málog konungum til dýrðar að rannsaka mál.   Himinninn er hár og jörðin er djúp,eins eru hjörtu konunga órannsakanleg.   Fjarlægðu sorann úr silfrinu,þá verður það hreint og tært.   Fjarlægðu vondan mann úr návist konungs,þá stendur hásæti hans stöðugt í réttlæti.   Upphefðu þig ekki frammi fyrir konunginumog taktu þér ekki stöðu meðal stórmenna   því að betra er að hann segi við þig: „Komdu hingað upp,“en að hann auðmýki þig fyrir framan tignarmann.   Anaðu ekki út í málaferliþví að hvað ætlarðu að gera ef náungi þinn niðurlægir þig?   Verðu mál þitt gegn náunga þínumen ljóstraðu ekki upp leyndarmálum annarra* 10  til þess að sá sem heyrir það leiði ekki skömm yfir þigog þú berir út slúður* sem verður ekki afturkallað. 11  Eins og gullepli í silfurskálum,þannig eru orð sögð á réttum tíma. 12  Eins og gulleyrnalokkur og skart úr dýrindis gulli,þannig eru ávítur viturs manns í eyrum þess sem hlustar. 13  Eins og svalandi snjór á uppskerudeginum,þannig er áreiðanlegur sendiboði þeim sem sendir hannþví að hann hressir húsbónda sinn. 14  Eins og ský og vindur án rigningar,þannig er maður sem stærir sig af gjöf sem hann gefur aldrei. 15  Með þolinmæði tekst að sannfæra foringjaog mjúk* tunga mylur bein. 16  Ef þú finnur hunang borðaðu þá ekki meira en þú þarft. Ef þú færð þér of mikið gætirðu ælt því upp. 17  Stígðu sjaldan fæti í hús náunga þínssvo að hann þreytist ekki á þér og fari að hata þig. 18  Eins og stríðskylfa, sverð og beitt ör,þannig er maður sem ber ljúgvitni gegn náunga sínum. 19  Eins og brotin tönn og valtur fótur,þannig er að treysta ótraustum* manni á erfiðleikatímum. 20  Að fara úr fötum á köldum degiog að hella ediki á þvottasóda,eins er að syngja söngva fyrir þann sem er dapur í hjarta. 21  Ef óvinur þinn er svangur gefðu honum þá brauð að borða,ef hann er þyrstur gefðu honum þá vatn að drekka. 22  Þannig hleðurðu glóandi kolum á höfuð hans*og Jehóva launar þér. 23  Norðanvindinum fylgir úrhelliog slúður kallar fram reiðisvip. 24  Betra er að dvelja í horni á húsþakien búa með þrætugjarnri* konu. 25  Eins og kalt vatn fyrir þreytta sál,*þannig er góð frétt frá fjarlægu landi. 26  Eins og gruggug lind og skemmdur brunnur,þannig er réttlátur maður sem lætur undan* illum manni. 27  Það er ekki gott að borða of mikið hunangog engin sæmd í því að leita eigin heiðurs. 28  Eins og borg með niðurrifna múra,þannig er maður sem hefur ekki stjórn á skapi sínu.*

Neðanmáls

Eða „því sem þér var sagt í trúnaði“.
Eða „illan orðróm“.
Eða „vingjarnleg“.
Eða hugsanl. „svikulum“.
Hugsunin er að mýkja hjarta hans og „bræða“ hann.
Eða „nöldursamri“.
Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „skjögrar frammi fyrir“.
Eða „anda sínum“.