Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Síðustu dagar — hvað svo?

Síðustu dagar — hvað svo?

Síðustu dagar — hvað svo?

MARGA óar við því að hugsa til ‚síðustu daga‘ því að þeir sjá ekkert fyrir sér annað en erfiðleika. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Af hverju hafa þá margir hlakkað til þessa tíma í aldanna rás? Af því að hinir síðustu dagar eru undanfari þess að betri tímar séu í nánd.

Sir Isaac Newton var til dæmis sannfærður um að þúsundáraríki Guðs tæki við í kjölfar hinna síðustu daga og myndi færa öllum jarðarbúum frið og farsæld. Hann sagði að spádómarnir í Míka 4:3 og í Jesaja 2:4 myndu þá rætast: „Þær [þjóðirnar] munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“

Þegar Jesús talaði um endalokatímann hvatti hann fylgjendur sína til að vera jákvæðir og bjartsýnir. Eftir að hafa minnst á erfiðleika, kvíða og ótta, sem myndi vera allsráðandi meðan þrengingin mikla stæði yfir, sagði hann: „Þegar þetta tekur að koma fram, þá réttið úr yður og berið höfuðið hátt því að lausn yðar er í nánd.“ (Lúkas 21:28) Lausn frá hverju?

Það sem Guð hefur lofað

Styrjaldir, átök, glæpir, ofbeldi og hungur hrjá mannkynið með þeim afleiðingum að milljónir manna búa við stöðugan ugg og ótta. Hefur þú orðið fyrir barðinu á einhverju af þessu eða öðrum þeim hremmingum sem mannkynið á í? Þá skaltu lesa hverju Guð hefur lofað:

„Innan stundar er hinn óguðlegi horfinn . . . En hinir hógværu fá landið til eignar og gleðjast yfir miklu gengi.“ — Sálmur 37:10, 11.

„Þá mun þjóð mín búa í friðsælum heimkynnum, í öruggum híbýlum, á næðisömum hvíldarstöðum.“ — Jesaja 32:18.

„[Jehóva] stöðvar stríð til endimarka jarðar, brýtur bogann, mölvar spjótið, brennir skildi í eldi.“ — Sálmur 46:10.

„Þá munu menn sitja óhræddir, hver undir sínum vínviði eða fíkjutré.“ — Míka 4:4.

„Gnóttir korns munu vera í landinu, á fjallatindunum.“ — Sálmur 72:16, Biblían 1981.

„Sá sem hlýðir á mig mun búa óhultur og öruggur og engri ógæfu kvíða.“ — Orðskviðirnir 1:33.

Jafnvel þó að lífsskilyrði séu frekar góð á þeim slóðum þar sem við búum eru sjúkdómar og dauði hlutskipti okkar allra. En hvort tveggja hverfur í nýjum heimi Guðs. Við getum hlakkað til þess að hitta aftur ástvini okkar sem við höfum misst. Líttu á orð Biblíunnar:

„Enginn borgarbúi mun segja: ‚Ég er veikur.‘“ — Jesaja 33:24.

„[Guð] mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ — Opinberunarbókin 21:4.

„Dauðinn er síðasti óvinurinn sem verður að engu gerður.“ — 1. Korintubréf 15:26.

„Sú stund kemur þegar allir þeir sem í gröfunum eru munu heyra raust [Jesú] og ganga fram.“ — Jóhannes 5:28, 29.

Pétur postuli lýsti þessu vel þegar hann sagði: „Eftir fyrirheiti hans væntum við nýs himins og nýrrar jarðar þar sem réttlæti býr.“ (2. Pétursbréf 3:13) Til að réttlæti ríki um allan heim þarf að fjarlægja alla sem annars myndu spilla því. Hið sama er að segja um þjóðirnar sem hugsa ekki um annað en eigin hag og valda fyrir vikið tíðum átökum og blóðsúthellingum. Öll mennsk stjórnvöld munu víkja fyrir ríki Guðs í höndum Jesú Krists. Um stjórn hans segir: „Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og réttlæti, héðan í frá og að eilífu. Vandlæting Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma.“ — Jesaja 9:6.

Þessi framtíð getur orðið hlutskipti þitt vegna þess að í Biblíunni segir: „[Guð] vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ (1. Tímóteusarbréf 2:4) Það er eftir engu að bíða. Aflaðu þér þeirrar þekkingar sem hefur eilíft líf í för með sér. (Jóhannes 17:3) Fyrsta skrefið er að hafa samband við útgefendur þessa tímarits og biðja um ókeypis biblíunámskeið.

[Myndir á blaðsíðu 8, 9]

Þú getur átt von um eilíft líf við frið og fullkomna heilsu þegar paradís verður endurreist á jörð.