Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Hvernig verður framtíð mannkyns?

Hvernig leggur dauði Jesú grunninn að samfélagi þar sem fólk lætur sér annt hvert um annað?

Mennirnir munu án efa halda áfram að vinna að framförum á sviði vísinda. En geta þeir í eigin krafti byggt upp samfélag þar sem fólk sýnir hvert öðru einlæga umhyggju? Nei. Nú á dögum er heimurinn knúinn áfram af eigingirni og græðgi. En Guð hefur hins vegar eitthvað betra í hyggju fyrir mannkynið. – Lestu 2. Pétursbréf 3:13.

Í orði Guðs er lofað að í framtíðinni munu allir jarðarbúar elska hver annan. Fólk býr þá við fullkomið öryggi og enginn veldur öðrum skaða. – Lestu Míka 4:3, 4.

Hvernig verður eigingirni upprætt?

Guð áskapaði fyrsta manninum engar eigingjarnar tilhneigingar. En með því að velja að óhlýðnast Guði glataði fyrsti maðurinn fullkomleika sínum. Við höfum öll fengið eigingjarnar tilhneigingar í arf frá honum. Guð mun þó fyrir milligöngu Jesú veita mönnunum fullkomleika á ný. – Lestu Rómverjabréfið 7:21, 24.

Í samræmi við fyrirætlun Guðs dó Jesús fórnardauða og gerði að engu afleiðingarnar af óhlýðni fyrsta mannsins. (Rómverjabréfið 5:19) Þannig lagði Jesús grunninn að stórkostlegri framtíð þar sem eigingirni, og tilhneigingin til að gera það sem er rangt, heyrir sögunni til. – Lestu Sálm 37:9-11.