Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Af hverju eru spádómar í Biblíunni?

Hvers vegna lýsir biblían atburðum okkar tíma? – Lúkas 21:10, 11.

Í Biblíunni er að finna marga ítarlega spádóma. Enginn maður getur sagt fyrir um framtíðina í smáatriðum. Uppfylling biblíuspádóma eru því skýr sönnun um að Biblían sé orð Guðs. – Lestu Jósúabók 23:14; 2. Pétursbréf 1:20, 21.

Biblíuspádómar, sem hafa þegar ræst, gefa okkur góðan grundvöll til að trúa á Guð. (Hebreabréfið 11:1) Þeir fullvissa okkur einnig um að loforð Guðs um framtíðina rætast. Biblíuspádómar gefa okkur því örugga von. – Lestu Sálm 37:29; Rómverjabréfið 15:4.

Hvaða gagn höfum við af spádómum Biblíunnar?

Sumir biblíuspádómar aðvara þjóna Guðs. Þegar frumkristnir menn sáu til að mynda ákveðinn biblíuspádóm rætast yfirgáfu þeir Jerúsalem. Síðar þegar borgin var lögð í rúst, vegna þess að flestir íbúanna höfðu hafnað Jesú, voru kristnir menn á öruggum stað langt fjarri borginni. – Lestu Lúkas 21:20-22.

Núna sýna uppfylltir spádómar okkur að ríki Guðs muni brátt binda enda á allar ríkisstjórnir og völd manna. (Daníel 2:44; Lúkas 21:31) Það er því nauðsynlegt að hver og einn geri án tafar það sem þarf til að öðlast velþóknun Jesú Krists, konungsins sem Guð hefur útvalið. – Lestu Lúkas 21:34-36.