Hoppa beint í efnið

Getum við fundið huggun í Biblíunni?

Getum við fundið huggun í Biblíunni?

Svar Biblíunnar

 Já. (Rómverjabréfið 15:4) Lítum á nokkur biblíuvers sem hafa huggað marga sem takast á við erfiðar aðstæður eða tilfinningar.

Í þessari grein

 Mótlæti

 Sálmur 23:4: „Þótt ég gangi um dimman skuggadal óttast ég ekkert illt því að þú ert með mér.“

 Hvað merkir það? Þegar þú ferð með bæn til Guðs og reiðir þig á orð hans, Biblíuna, til að fá leiðsögn, öðlastu hugrekki til að takast á við mótlæti.

 Filippíbréfið 4:13: „Ég get tekist á við hvað sem er vegna hans sem gefur mér kraft.“

 Hvað merkir það? Guð getur gefið þér styrk til að takast á við hvaða vandamál sem koma upp.

 Dauði ástvinar

 Prédikarinn 9:10: „Í gröfinni … er hvorki starfsemi, áform, þekking né viska.“

 Hvað merkir það? Þeir sem eru dánir þjást ekki og þeir geta ekki gert okkur neitt illt. Þeir eru meðvitundarlausir.

 Postulasagan 24:15: ‚Guð mun reisa fólk upp.‘

 Hvað merkir það? Guð getur vakið látna ástvini okkar til lífs á ný.

 Óhófleg sektarkennd

 Sálmur 86:5: „Þú, Jehóva, a ert góður og fús til að fyrirgefa. Þú sýnir tryggan kærleika öllum sem ákalla þig.“

 Hvað merkir það? Guð fyrirgefur þeim sem iðrast í einlægni mistaka sinna og eru ákveðnir í að endurtaka þau ekki.

 Sálmur 103:12: „Eins langt og sólarupprásin er frá sólsetrinu, eins langt hefur hann fjarlægt afbrot okkar frá okkur.“

 Hvað merkir það? Þegar Guð fyrirgefur fjarlægir hann syndir okkar eins langt í burt og við getum ímyndað okkur. Hann minnir okkur ekki aftur og aftur á þær til að ásaka okkur eða refsa.

 Dapurleiki

 Sálmur 31:7: „Þú hefur séð neyð mína og veist hve þjáður ég er.“

 Hvað merkir það? Guði er vel kunnugt um allt sem þjáir þig. Hann skilur dýpstu tilfinningar þínar, jafnvel þegar aðrir gera það ekki.

 Sálmur 34:18: „Jehóva er nálægur hinum sorgbitnu, hjálpar þeim sem eru niðurbrotnir.“

 Hvað merkir það? Guð lofar að styðja þig þegar þú ert dapur. Hann getur gefið þér styrk til að takast á við sársauka.

 Veikindi

 Sálmur 41:3: „Jehóva styður hann þegar hann er veikur.“

 Hvað merkir það? Guð getur hjálpað þér að takast á við alvarleg veikindi með því að gefa þér hugarfrið, styrk, úthald og visku til að taka skynsamlegar ákvarðanir.

 Jesaja 33:24: „Enginn í landinu mun segja: ‚Ég er veikur.‘“

 Hvað merkir það? Guð lofar að sá tími komi þegar allir munu njóta góðrar heilsu.

 Streita og áhyggjur

 Sálmur 94:19: „Þegar áhyggjur voru að buga mig hughreystir þú mig og róaðir.“

 Hvað merkir það? Guð getur hjálpað okkur að halda ró okkar ef við leitum til hans þegar við erum undir álagi.

 1. Pétursbréf 5:7: „Varpið öllum áhyggjum ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.“

 Hvað merkir það? Guði stendur ekki á sama um þjáningar okkar. Hann býður okkur að tala við sig í bæn um áhyggjur okkar.

 Stríð

 Sálmur 46:9: „Hann stöðvar stríð um alla jörð.“

 Hvað merkir það? Guðsríki mun bráðlega binda enda á allar styrjaldir.

 Sálmur 37:11, 29: „En hinir auðmjúku erfa jörðina og gleðjast yfir miklum friði. Hinir réttlátu munu erfa jörðina og búa á henni að eilífu.“

 Hvað merkir það? Gott fólk mun njóta friðar á jörðinni að eilífu.

 Áhyggjur af framtíðinni

 Jeremía 29:11: „‚Ég veit vel hvað ég hef í hyggju fyrir ykkur,‘ segir Jehóva, ‚að veita ykkur frið en ekki óhamingju. Ég vil gefa ykkur von og góða framtíð.‘“

 Hvað merkir það? Guð fullvissar þjóna sína um að þeir geti hlakkað til bjartrar framtíðar.

 Opinberunarbókin 21:4: „Hann mun þerra hvert tár af augum þeirra og dauðinn verður ekki til framar. Engin sorg, angistaróp né kvöl verður heldur til. Það sem áður var er horfið.“

 Hvað merkir það? Guð lofar að allt slæmt sem þú horfir upp á nú á dögum taki enda.

a Jehóva er nafn Guðs. (Sálmur 83:18) Sjá greinina „Hver er Jehóva?