Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

JW LIBRARY

Merkja texta – Android

Merkja texta – Android

Þú getur merkt orð eða setningar í ritunum sem þú lest í JW Library.

Fylgdu þessum leiðbeiningum til að merkja texta:

 Merkja texta

Hægt er að merkja texta á tvo vegu.

Ýttu á orð og haltu niðri til að velja það. Þú getur notað handföngin til að velja stærra eða minna brot af textanum. Ýttu á litahnappinn á valmyndinni sem birtist og veldu síðan litinn sem þú vilt nota.

Til að merkja orð eða setningu með einni snertingu getur þú snert, haldið niðri og dregið. Við það litast textinn. Þegar þú ert búinn birtist litavalmyndin í stutta stund. Hún gerir þér kleift að skipta um lit eða þurrka merkinguna út.

 Breyta merkingu

Ef þú vilt skipta um lit á merktum texta skaltu ýta á hann og velja svo nýjan lit. Ef þú vilt fjarlægja merkingu skaltu ýta á merkta textann og síðan á ruslafötuna.

Þessir eiginleikar komu fyrst út í nóvember 2015 með JW Library 1.6 sem virkar á Android útgáfu 4.0 og nýrri. Ef þú sérð ekki þessa eiginleika skaltu fylgja leiðbeiningunum í greininni „Fyrstu skrefin í JW Library – Android“ undir Sæktu nýjustu útgáfu.