Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvernig getum við staðist freistingar?

Hvernig getum við staðist freistingar?

Fyrir unga lesendur

Hvernig getum við staðist freistingar?

JÓSEF – 1. HLUTI

Leiðbeiningar: Finndu þér hljóðlátan stað áður en þú leysir þetta verkefni. Þegar þú lest ritningarstaðina skaltu ímynda þér að þú sért á staðnum. Sjáðu atburðina fyrir þér. Hlustaðu á raddirnar. Hugleiddu hvernig sögupersónunum var innanbrjósts. Leyfðu frásögunni að lifna við.

Aðalpersónur: Jósef og kona Pótífars.

Samantekt: Jósef stenst þá freistingu að sofa hjá konu Pótífars.

1 SKOÐAÐU SÖGUSVIÐIÐ. – LESTU 1. MÓSEBÓK 39:1-12.

Lýstu glæsilegu húsi Pótífars eins og þú ímyndar þér það.

․․․․․

Hvernig heldurðu að Jósef hafi litið út? (Vísbending: Lestu aftur vers 6.)

․․․․․

Hvaða tilfinningar gefur raddblær Jósefs til kynna þegar hann talar við konu Pótífars í versum 8 og 9?

․․․․․

2 KAFAÐU DÝPRA.

Hvers vegna gæti það hafa verið freistandi fyrir Jósef að sniðganga siðferðisreglur sínar? (Vísbending: Lestu Filippíbréfið 2:12 og hugsaðu um aðstæður Jósefs. Hvar voru til dæmis fjölskylda hans og vinir sem tilbáðu Jehóva?)

․․․․․

Hvers vegna heldurðu að Jósef hafi fundist það vera synd gegn Guði að hafa kynmök utan hjónabands jafnvel þó að Guð hafði ekki sett nein lög um hórdóm á þeim tíma? (Vísbending: Lestu og hugleiddu eftirfarandi ritningarstaði: 1. Mósebók 2:24; 12:17, 18; Rómverjabréfið 2:14, 15; Hebreabréfið 5:14.)

․․․․․

3 NOTAÐU ÞAÐ SEM ÞÚ LÆRÐIR. SKRIFAÐU HJÁ ÞÉR HVAÐ ÞÚ HEFUR LÆRT UM . . .

Tengsl sjálfstjórnar og sjálfsvirðingar.

․․․․․

Hvernig það er til góðs að fylgja siðferðisreglum Guðs.

․․․․․

Þörfina fyrir að ,aga hugann‘. (Hebreabréfið 5:14)

․․․․․

ANNAÐ SEM ÞÚ GÆTIR VELT FYRIR ÞÉR.

Á hvaða sviðum lífsins gætirðu verið ákveðnari í að forðast siðleysi? (Vísbending: Lestu og hugleiddu Jobsbók 31:1; Sálm 119:37; Efesusbréfið 5:3, 4.)

․․․․․

4 HVAÐ Í ÞESSARI FRÁSÖGU HAFÐI MEST ÁHRIF Á ÞIG OG HVERS VEGNA?

․․․․․

Hægt er að finna meira biblíutengt efni á www.watchtower.org og www.dan124.com.